Ég var að hlusta á Orð skulu standa á Rás1, og þar kom fram uppruni orðsins spaghetti. Orðið er sumsé dregið af orðinu spago, "spotti", og þessu alkunna ítalska smækkunarviðskeyti skellt aftan á. Spaghetti þýðir þá einfaldlega "smáspottar".
Ef við skoðum svo rétt eins og spaghetti Bolognese er þar með öðrum orðum átt við smáspotta frá Bologna, sumsé Parma, sem er bara örfáa kílómetra þaðan. Þannig má draga þá ályktun að spaghetti Bolognese þýðir líklegast Parma. Þá er bara eftir að skikka Ítalina til að kalla Parma skinkuna góðu prosciutto di spaghetti Bolognese.
Ég vil taka fram að þessar pælingar eru gerðar seint að kvöldi.
Saturday, January 6, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
LOL!
Post a Comment